Verkefni hefst
- Gleipnir
- Feb 8, 2022
- 1 min read
Updated: Mar 22, 2022
Á haustmánuðum 2021 varð sú hugmynd til að hanna og þróa leik sem hefði það að markmiði að efla og varðveita íslenska tungu á skemmtilegan máta. Hugmyndin varð til ekki síst vegna þess að íslenskukunnátta ungmenna á undir högg sækja samkvæmt rannsóknum.
Fyrir tilstilli Vinnumálastofnunar og átaksins Hefjum störf var hægt að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Við fengum til liðs við okkur hæfileikaríka einstaklinga til að hefja þróun og forritun.
Með samstilltu framlagi hefur þessi vinna gengið vonum framar og stór skref verið stigin í átt að koma á fót leik fyrir tölvur og snjalltæki sem ætlað er að vekja áhuga yngri kynslóða á móðurmálinu.



Comments